Tenglar

9. nóvember 2012 |

Sölulaun vegna Vestfirska forlagsins renna til Lions

Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður með bækurnar frá Vestfirska forlaginu („Bækurnar að vestan“) til sölu fyrir jólin eins og tvö síðustu ár. Eins og áður láta Eyvi og Ólafía í Hólakaupum sölulaunin sín renna óskipt til Lions í Reykhólahreppi. Fjármuni sem Lionsklúbbnum áskotnast notar hann síðan til ýmissa góðra og gagnlegra verkefna og mannúðarstarfa í héraði og annars staðar eins og Lionsfólk gerir hvarvetna. Þetta er ástæða þess að bókum Vestfirska forlagsins eru gerð sérstök skil hér á vef Reykhólahrepps.

 

Af ofangreindum ástæðum má jafnframt búast við því, að hér á vefnum verði fjallað sérstaklega um einhverjar bókanna þegar nær dregur.

 

Bækurnar eru ekki komnar í Hólakaup enda eru sumar þeirra ennþá á lokastigi vinnslu eða í prentun. Þess verður getið hér þegar þær verða komnar í hillur.

 

Yfirlit um bækur Vestfirska forlagsins 2012 liggur hins vegar fyrir. Það er að finna undir tenglinum hér fyrir neðan og má þar lesa almennar upplýsingar um höfunda og efni. Sumar bókanna snerta Reykhólahrepp (í núverandi mynd) að einhverju leyti, verulegu leyti eða jafnvel öllu leyti.

 

Bækurnar að vestan 2012 (pdf-skjal)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30