Tenglar

12. febrúar 2010 |

Söngdagur fyrir alla haldinn að Laugum

Svavar Sigurðsson tónlistarmaður og organisti í Reykhólaprestakalli.
Svavar Sigurðsson tónlistarmaður og organisti í Reykhólaprestakalli.
Söngdagur verður haldinn að Laugum í Sælingsdal laugardaginn 27. febrúar. Vonir standa til að þessi fyrsti söngdagur geti orðið að söngdögum í framtíðinni. Allir, ungir jafnt sem aldnir, sem ánægju hafa af því að hefja upp raust sína eru velkomnir að vera með. Engrar sérstakrar kunnáttu er krafist og ekki er nauðsynlegt að vera í kór eða hafa verið í kór. Söngdagurinn hefst kl. 10 og stendur fram til um kl. 17. Þátttökugjald verður kr. 2.800 og innifalið er kaffi og léttur málsverður.

 

Söngbræðurnir Halldór Þórðarson og Svavar Sigurðsson standa fyrir söngdeginum og hafa fengið til liðs við sig Hilmar Örn Ragnarsson, sem hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilega og árangursríka meðferð á gersemum sönglistarinnar.

 

Þau sem vilja vera með eru beðin að tilkynna sig í netfangið svavar@dalir.is eða í síma 891 8339.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31