Tenglar

28. apríl 2011 |

Söngskemmtun og kaffihús á Reykhólum

Frá æfingu í Bjarkalundi fyrir nokkru.
Frá æfingu í Bjarkalundi fyrir nokkru.
Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi heldur söngskemmtun með meiru í íþróttahúsinu á Reykhólum kl. 20.30 á laugardagskvöld. Ekki aðeins eldfjöruga skemmtun, eins og mannskapurinn lofar, heldur verður þar jafnframt opið kaffihús. „Við ætlum að líta inn í saltverkunarhús þar sem er heilmikið líf og fjör“, segir Sólveig Sigríður Magnúsdóttir, leikstjóri og formaður Skruggu. Sungin verða ljóð og lög bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Undirleikari er Steinunn Rasmus. „Sjón er sögu ríkari“, segir Solla Magg.

 

Miðaverð er kr. 1.500 - enginn posi á staðnum. Innifalið í verðinu er kaffi og með því.

 

Sjá einnig:

31.03.2011  „Alveg frábært og skemmtilegt fólk“

 

Athugasemdir

Ásdis Árný Sigurdórsdóttir, laugardagur 30 aprl kl: 14:00

Rosalega stolt af því að hafa tilheyrt Reykhólahrepp í 10ár elska þessa sveit.frábært framtak skemmtið ykkur vel kæru sveitungar.

Þorgeir Samúelsson, sunnudagur 01 ma kl: 07:48

Þetta var frábær skemmtun, brotið upp staðnað samfélag, á einni kvöldstund með frábærum fluttningi efnis sem er alltaf sígilt, kaffihúsa menningu er líka hægt að ástunda vestur á Vestfjörðum, ekki ómerkilegri vetfangur fyrir svoleiðis starfsemi heldur en í 101 Rvík, enda mættu líka fulltrúar úr flestum stæðstu sveitafélögum suðvestur horns landsins og einnig vestlendingar, til að berja þenna viðburð augum, og fóru heim menningarlega ný-ríkir. Fráfært framtak og halda þessu svo áfram!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30