28. apríl 2011 |
Söngskemmtun og kaffihús á Reykhólum
Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi heldur söngskemmtun með meiru í íþróttahúsinu á Reykhólum kl. 20.30 á laugardagskvöld. Ekki aðeins eldfjöruga skemmtun, eins og mannskapurinn lofar, heldur verður þar jafnframt opið kaffihús. „Við ætlum að líta inn í saltverkunarhús þar sem er heilmikið líf og fjör“, segir Sólveig Sigríður Magnúsdóttir, leikstjóri og formaður Skruggu. Sungin verða ljóð og lög bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Undirleikari er Steinunn Rasmus. „Sjón er sögu ríkari“, segir Solla Magg.
Miðaverð er kr. 1.500 - enginn posi á staðnum. Innifalið í verðinu er kaffi og með því.
Sjá einnig:
31.03.2011 „Alveg frábært og skemmtilegt fólk“
Ásdis Árný Sigurdórsdóttir, laugardagur 30 aprl kl: 14:00
Rosalega stolt af því að hafa tilheyrt Reykhólahrepp í 10ár elska þessa sveit.frábært framtak skemmtið ykkur vel kæru sveitungar.