23. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is
Söngskemmtun og kjötsúpa á sumardaginn fyrsta
Karlakórinn Söngbræður í Borgarfjarðarhéraði undir stjórn Viðars Guðmundssonar, organista í Reykhólaprestakalli, heldur tónleika í íþróttahúsinu á Reykhólum að kvöldi fyrsta sumardags, fimmtudagsins 24. apríl, og hefjast þeir kl. 20. Tónleikarnir eru á vegum Lions í Reykhólahreppi. Í hléi verður kjötsúpa á borðum.
Aðgangseyrir er kr. 5.000 en frítt fyrir yngri en 16 ára.