Tenglar

27. október 2010 |

Söngtónleikar að vestan í Bjarkalundi

Kvartett Camerata og Meg@tríó halda tónleika í Bjarkalundi á föstudag kl. 20 undir yfirskriftinni Við erum að vestan. Á laugardag kl. 16 verða tónleikar í kirkjunni á Hólmavík. Kvartett Camerata skipa systurnar Mariola og Elzbieta Kowalczyk, tónlistarkennarar í Vesturbyggð, Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri í Vesturbyggð, og Trausti Þór Sverrisson, skólastjóri á Tálknafirði.

 

Kvartett Camerata var stofnaður í Bolungarvík á vordögum árið 2001 og hefur komið fram bæði innanlands og utan. Kvartettinn skipuðu fyrst Elzbieta Kowalczyk, Mariola Kowalczyk, Magnús Ólafs Hansson í Bolungarvík og Steingrímur Þorgeirsson á Ísafirði. Nú nýtur Steingríms ekki lengur við og hefur Trausti Þór Sverrisson skólastjóri á Tálknafirði komið í hans stað.

 

Á fyrsta hljómdiski kvartettsins sem kom út fyrir rúmum tveimur árum syngur hann m.a. lög frá 16. og 17. öld, ættuð frá Rússlandi, Spáni og Póllandi, og nokkur yngri íslensk lög. Mörg eru lögin þekkt hérlendis þó að þau hafi ekki áður verið gefin út á íslensku. Útgáfutónleikar voru haldnir fyrir fullu húsi í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði.

 

Systurnar Elzbieta og Mariola eru pólskar að uppruna og báðar starfandi tónlistarkennarar. Mariola er magister í söng og hefur komið fram sem óperusöngkona víða um lönd. Elzbieta er menntuð sem söngkona og sem sellóleikari og píanóleikari.

 

Magnús er ættaður frá Hólmavík, bjó lengst af í Bolungarvík en starfar nú sem verkefnastjóri á Patreksfirði. Trausti Þór er eins og áður sagði skólastjóri á Tálknafirði og hefur m.a. sungið í Mótettukór Hallgrímskirkju.

 

MEG@tríó stendur fyrir Mariola - Elzbieta - Gestur og var stofnað haustið 2009. Tríóið samanstendur af Mariolu og Elzbietu Kowalczyk og Gesti Rafnssyni verslunarstjóra á Patreksfirði.

 

Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt. Aðgangseyrir er kr. 1.500.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31