Tenglar

1. júní 2012 |

Sorpflokkun í Reykhólahreppi hafin

Í dag, 1. júní, er flokkun sorps í Reykhólahreppi formlega hafin. Með réttri flokkun má draga umtalsvert úr magni úrgangs sem fer til urðunar og auka það magn sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar. Enn er verið að vinna við frágang gámasvæðisins á Reykhólum en það hefur þó ekki áhrif á móttöku á flokkuðu sorpi frá íbúum og fyrirtækjum. Gámaþjónusta Vesturlands mun á næstu dögum koma fyrir grænum tunnum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu og afhenda lykla að þeim.

 

Flokkun sorps í Flatey hefur verið í boði í samstarfi við Íslenska gámafélagið, sem annast þjónustu þar frá Stykkishólmi. Sérstakur gámur fyrir flokkað sorp er til staðar í eyjunni.

 

Um sorpflokkunina verður gefið út fræðslurit sem sent verður í hvert hús í sveitarfélaginu. Einnig má nýta sér upplýsingar um flokkun sorps á vef Gámaþjónustu Vesturlands.

 

Gámasvæðið á Reykhólum verður opið á mánudögum og miðvikudögum kl. 15-17 og laugardögum kl. 11-13.

 

Fljótlega mun íbúum bjóðast að kaupa á vægu verði tunnur fyrir heimili sín. Einnig svokallaða garðatunnu fyrir lífrænan úrgang.

 

Reykhólahreppur vonast til að framtakið mælist vel fyrir hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Forsendan fyrir góðum árangri er að íbúar sveitarfélagsins taki þátt í flokkuninni og leggi þar með sitt af mörkum.

 

F.h. umhverfisnefndar Reykhólahrepps,

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31