25. júní 2012 |
Sorpið: Flokkun á Reykhólum tefst enn
Móttaka flokkaðs sorps á Reykhólum er ekki enn komin í gagnið og hafa margir komið þar að lokuðu hliði á auglýstum tímum. Ýmis atvik munu valda þessari töf frá því sem sagt hafði verið og núna virðist sem vika eða jafnvel meira muni enn líða þar til hlutirnir eru komnir í fyrirhugað horf. Það verður tilkynnt hérna á vefnum þegar þar að kemur. Á meðan standa ruslagámar með gamla laginu fyrir utan hliðið á gámasvæðinu til notkunar almenningi á sama hátt og verið hefur á svæðinu mörg undanfarin ár. Þeir sem safnað hafa hreinu og óþefjandi dóti til förgunar svo sem pappa og pappír eru beðnir að hafa biðlund. Sem og aðrir.