2. mars 2011 |
Sparnaður hreppsins um milljón á ári?
Kristinn Bergsveinsson á Reykhólum, Kristinn frá Gufudal, hefur lengi verið mikill áhugamaður um samgöngumál. Hann var meðal þeirra sem sóttu íbúafundinn um vegamál í Reykhólahreppi í fyrrakvöld. Þar lagði hann fram tillögu sem var felld. Í framhaldi af þessum fundi skrifaði Kristinn pistilkorn um sparnað í skólaakstri, sem lesa má undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.
Lesendur eru enn sem fyrr hvattir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri hér á vef Reykhólahrepps, hvort sem er í athugasemdadálkum eða í aðsendu efni. Vinsamlegast notið ekki óræð dulnefni þegar skrifað er í athugasemdadálkana. Þar ætti enginn að skrifa neitt sem hann þarf að skammast sín fyrir að gangast við!