2. janúar 2015 |
Spilakvöld í Sævangi
Félagsvist verður haldin í Sævangi við Steingrímsfjörð annað kvöld, laugardag, og hefst spilamennskan kl. 20. Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir spilakvöldinu. Aðgangseyrir er kr. 1.200 fyrir 13 ára og eldri en kr. 600 fyrir yngri og veitingar innifaldar í verðinu.
Á milli jóla og nýjárs var haldin spilavist í Tjarnarlundi í Saurbæ og var fjölmenni þar, spilað á 12 borðum, segir í frétt frá Strandamönnum. Rétt tæplega helmingur spilaranna í Tjarnarlundi kom af Ströndum og eru meðfylgjandi myndir frá spilakvöldinu þar.