Tenglar

11. apríl 2015 |

Spilakvöld og veitingar af ýmsu tagi

Breyting verður á næsta opna húsinu á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum sem verður núna á þriðjudag, 14. apríl. Ekki verður bíó eins og til stóð heldur verður spilakvöld í staðinn. Hægt verður að spila alls konar borðspil eða bara taka fram gamla góða spilastokkinn. Húsið verður opið kl. 17-22.

 

Aðgangseyrir verður 500 kr. fyrir 18 ára og eldri og 250 kr. fyrir yngri. Að þessu sinni renna 10% af aðgangseyri til Vinafélags Barmahlíðar.

 

Sjoppa með nammi og gosi verður á staðnum. Auk þess verður hægt að kaupa sér léttar veitingar á sérstöku spilakvöldsverði - svona fyrir þá sem nenna ekki að elda, segir Harpa Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

  • Samloka með skinku og osti, 500 kr.
  • Bátasamlokan (skinka, ostur og ananas), 600 kr.
  • Bátasúpa (fræga paprikusúpan okkar) með brauði, 800 kr.

 

Harpa hvetur allra flesta til að mæta og eiga skemmtilega kvöldstund saman. Og bætir við: Ef einhver hefur hugmyndir að skemmtilegum kvöldum sem við getum staðið fyrir í sumar, þá erum við alltaf til í að prófa. Sendið hugmyndirnar á info@reykholar.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30