Spilavíti eru „víti til varnaðar“
Við Íslendingar erum oft feimin við að vera öðruvísi en aðrir. Vísað er til þess að spilavíti séu leyfð t.d. í Danmörku og Svíþjóð og að vítt og breitt um heiminn þyki þetta eðlilegur hlutur. En er ekki allt í lagi að við séum ekki nákvæmlega eins og allir aðrir, ef við erum ekki sannfærð um að þetta geri Ísland eftirsóknarverðara eða mannlífið betra, heldur auki frekar á vandann vegna spilafíknar?
Þeir sem tala fyrir lögleiðingu spilavíta telja að betra sé að fá þessa starfsemi upp á yfirborðið, að frelsið eigi að vera að leiðarljósi og hætta eigi forræðishyggju. En frelsi eins getur verið helsi annars, og horfa verður til samfélagslegra, siðferðislegra og lýðheilsulegra sjónarmiða í þessu samhengi.
Þetta segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingismaður Vinstri grænna í NV-kjördæmi, í grein sem hún sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér að ofan. Þar segir hún einnig meðal annars:
Ég vona að þær skynsemisraddir heyrist, bæði á Alþingi og úti í þjóðfélaginu, að þetta sé ekki sú viðbót við íslenskt samfélag sem við þurfum á að halda. Ef það er forsjárhyggja að leggjast gegn lögleiðingu spilavíta, þá er það góð forsjárhyggja, að mínu mati.
Grein Lilju Rafneyjar má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.