Tenglar

10. ágúst 2012 |

Spiluðu pönkaða polka í Flatey fram á morgun

Spaðarnir í góðum gír í Samkomuhúsinu í Flatey einhvern tímann á liðnum árum.
Spaðarnir í góðum gír í Samkomuhúsinu í Flatey einhvern tímann á liðnum árum.

Hljómsveitin Spaðar spilar í Flatey á Breiðafirði annað kvöld, laugardagskvöld, og eitthvað fram eftir nóttu. Núna í vetur eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þessarar sérstæðu hljómsveitar, sem hefur ekki verið þekkt fyrir að spila hvar sem er eða hvenær sem er. Spaðarnir urðu til þegar nokkrir ungir menn sem höfðu verið að leika sér á hljóðfæri hver í sínu horni eða saman í minni hópum áttuðu sig á því að það væri ekkert sniðugt að vera hver í sínu horni - „því að hæfileikar og hugmyndaauðgi allra gætu leitt einhvers ennþá meira og stórkostlegra“.

 

Ferskleika Spaðanna má væntanlega rekja ekki síst til þess að þeir eru ekki atvinnumenn í faginu heldur finnst þeim þetta bara svo skemmtilegt. Þeir starfa annars í hinum og þessum geirum, eins og sagt er - þekktastur á landsvísu er væntanlega Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur.

 

„Það er bara ekkert sem jafnast á við það að spila í Flatey,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Reykhólavefinn.

 

„Af einhverjum ástæðum á eyjan, og stemmningin þar, einstaklega vel við músíkina okkar, hvernig sem á því stendur. Við höfum komið þangað í mörg ár af og til - ég man eftir Spaðaböllum í gamla Samkomuhúsinu áður en hótelið kom og allt var gert svo fallega upp, þá spiluðum við stundum fram á morgun einhverja pönkaða polka. Ég man varla hvernig þessi hefð komst á, en það tengist væntanlega því að góðir vinir mínir, Guðmundur Páll Ólafsson og Ingunn Jakobsdóttir, eru alltaf í Flatey, og við fjölskyldan höfum verið mikið hjá þeim gegnum tíðina á sumrin og tengst staðnum vegna þeirra.“

 

Spaðaböll hafa alltaf verið glaðværar samkomur þar sem fólk á öllum aldri skemmtir sér við skvaldur og dans. Tónlist Spaðanna hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi og Sígaunaslóðum Evrópu og bernskri bítlastemmningu, eins og einhvers staðar var sagt.

 

Spaðarnir hefja músík í Flatey væntanlega um tíuleytið.

 

Hótel Flatey

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30