Tenglar

25. apríl 2015 |

Sportbar í vændum í Skriðulandi

Áningarstaðurinn Skriðuland í Saurbæ.
Áningarstaðurinn Skriðuland í Saurbæ.

Valgeir Þór Ólason matreiðslumeistari og Kristný María Hilmarsdóttir, sem keyptu Skriðuland í Saurbæ í fyrravetur, eru búin að opna veitingastaðinn á ný eftir vetrarhlé. Af því sem þar er á boðstólum má nefna sem dæmi súpu dagsins og forrétti, steikur og thai-kjúkling í aðalrétt og síðan í eftirrétt ýmsar kökur beint úr ofninum ásamt heimagerðum ís. Auk þess eru margvíslegar samlokur og hamborgarar í boði og ýmis drykkjarföng á vínseðli.

 

Eldsneytissölunni í Skriðulandi var lokað í fyrra og verður hún ekki opnuð aftur. Það sama gerðist í Króksfjarðarnesi í fyrra, þar sem tankarnir voru komnir á aldur og taldist ekki borga sig að skipta um. Litla matvörubúðin sem var í Skriðulandi er líka horfin af sviðinu. „Það er ekki grundvöllur fyrir rekstri hennar,“ segir Valgeir.

 

„Í staðinn erum við að opna sportbar, núna erum við að setja upp skjávarpa og koma fyrir sófum,“ segir hann. „Þar verður hægt að horfa á fótboltann á stóru tjaldi eða Gunnar Nelson eða bara hvað sem um er að vera hverju sinni. Þar erum við með bjór og gos og ís og snakk og sælgæti.“

 

Rétt fyrir ofan veitingastaðinn í gamla kaupfélagshúsinu í Skriðulandi er hið nýja Hótel Ljósaland, þar sem átta tveggja manna herbergi eru til reiðu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30