28. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is
Sprengingar koma fram á jarðskjálftamælum
Ekki er algengt að sjá upptök jarðhræringa í Múlasveit í vestanverðum Reykhólahreppi á kortum og skrám Veðurstofunnar og raunar alls ekki í þessum landshluta. Þetta gerðist þó í gær þegar jarðskjálfti upp á 1,7 á Richter mældist á eða við Eiði í Vattarfirði.
Samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindamanni á Veðurstofu Íslands var hér ekki um jarðskjálfta af náttúrlegum ástæðum að ræða heldur sprengingu vegna vegarins sem þarna er verið að leggja. Sprengingar vegna þessa verks hafa áður komið fram á jarðskjálftamælum.
► Jarðskjálftavefur Veðurstofu Íslands