26. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson
Spurningakeppni á netinu
Annað kvöld, 27. mars kl. 20:00 ætlar Jóhanna Ösp tómstundafulltrúi að vera með beina útsendingu af heilsu KAHOOT sem er fjölskyldu spurningakeppni.
Það sem þátttakendur þurfa:
-Eitt snjalltæki eða tölvu til að horfa á spurningakeppnina.
-Snjallsíma eða ipad til að svara spurningunum.
Nefnið liðið ykkar með heimilisfanginu og hjálpist að við að svara 30 spurningum, sem eru allar heilsutengdar.
Þetta verður sent beint út í tómstundahópnum Tómstunda- og íþróttastarf í Reykhólahreppi.
https://www.facebook.com/groups/328633857338790/?epa=SEARCH_BOX