Tenglar

5. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Spurningakeppni átthagafélaganna að hefjast

Sigurvegararnir í fyrra: Þau kepptu fyrir hönd Breiðfirðingafélagsins.
Sigurvegararnir í fyrra: Þau kepptu fyrir hönd Breiðfirðingafélagsins.

Fyrsta lotan í Spurningakeppni átthagafélaganna verður annað kvöld, fimmtudag. Keppnin verður í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík eins og í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Ekki verður sjónvarpað frá keppninni að þessu sinni. Öll kvöldin verður húsið opnað kl. 19.30 en keppni hefst kl. 20. Aðgangseyrir er 750 krónur. Fyrirkomulagið er breytt frá því í fyrra. Núna eru þriggja liða riðlar þannig að hvert félag keppir tvisvar sama kvöldið og þarf því að leggja aðeins meira á sig til að komast áfram. Breiðfirðingafélagið, sem sigraði í fyrra, kemst beint í átta liða úrslit og tvö stigahæstu tapliðin komast líka áfram.

 

Dagsetningar og félögin sem keppa hverju sinni:

 

6. febrúar

 • Félag Djúpmanna
 • Átthagafélag Strandamanna
 • Arnfirðingafélagið

 

13. febrúar

 • Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra
 • Súgfirðingafélagið
 • Átthagafélag Héraðsmanna

 

27. febrúar

 • Norðfirðingafélagið
 • Vopnfirðingafélagið
 • Vestfirðingafélagið

 

6. mars

 • Barðstrendingafélagið
 • Húnvetningafélagið
 • Skaftfellingafélagið

 

13. mars

 • Árnesingafélagið
 • Siglfirðingafélagið
 • Dýrfirðingafélagið

 

27. mars

 • 8 liða úrslit, Breiðfirðingafélagið kemst beint hingað sem sigurliðið frá í fyrra. Sigurvegarar riðlanna ásamt 2 stigahæstu tapliðunum verða hér einnig.

 

4. apríl

 • Undanúrslit, úrslit og sveitaball í borg!

 

25.04.2013 Breiðfirðingafélagið sló alla út í spurningakeppninni

 

Facebooksíða Spurningakeppni átthagafélaganna

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29