Tenglar

19. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Spurningakeppni átthagafélaganna endurvakin

Öflugustu átthagafélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið sig saman og stofnað til spurningakeppni, sem haldin verður í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík, hefst 28. febrúar og lýkur síðasta vetrardag, 24. apríl. Höfundur spurninga er Gauti Eiríksson, grunnskólakennari frá Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit.

 

„Sú hugmynd vaknaði að endurvekja spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin var í nokkur ár kringum aldamótin. Þar sem spurningakeppnir eru „í tísku“ núna, samanber Útsvar og öll PubQuiz-in, gæti það verið tilvalinn vettvangur til að vekja athygli á átthagafélögunum og virkja meðlimi þeirra. Ekki síst að fá unga fólkið til að taka þátt. Hugmyndin er því að hafa keppnina létta og skemmtilega, ekki of fræðilega,“ segir Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu í Reykhólasveit, einn af forkólfum Barðstrendingafélagsins.

 

Alls taka 16 átthagafélög þátt í keppninni:

 • Árnesingafélagið
 • Átthagafélag Héraðsmanna
 • Átthagafélag Sléttuhrepps
 • Átthagafélag Strandamanna
 • Barðstrendingafélagið
 • Breiðfirðingafélagið
 • Dýrfirðingafélagið
 • Félag Djúpmanna
 • Húnvetningafélagið
 • Norðfirðingafélagið
 • Siglfirðingafélagið
 • Skaftfellingafélagið
 • Stokkseyringafélagið
 • Súgfirðingafélagið
 • Vestfirðingafélagið
 • Önfirðingafélagið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31