12. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is
Spurningakeppnin: Breiðfirðingafélagið komið í úrslit
Breiðfirðingafélagið keppir við Norðfirðingafélagið í úrslitum Spurningakeppni átthagafélaga sem fram fer í Breiðfirðingabúð 24. apríl. Breiðfirðingar sigruðu Skaftfellinga 19-16 í undanúrslitum í gær en Norðfirðingar unnu Dýrfirðinga 20-16. Sextán félög tóku þátt í keppninni, sem er útsláttarkeppni. Athygli vakti, að níu þeirra eru með rætur á Vestfjarðakjálkanum og kringum Breiðafjörð.
Sjá einnig:
► 23.03.2013 Breiðfirðingar unnu þrátt fyrir Grétarsleysi
► 07.03.2013 Hefðum mátt standa okkur betur
► 18.02.2013 Spurningakeppnin: Átthagafélög að vestan í meirihluta