Tenglar

10. mars 2016 |

Spurningar og svör um algengasta krabbamein karla

„Í tilefni Mottumars og umræðu um blöðruhálskirtilskrabbamein vil ég benda á myndskeið sem eru á vef Krabbameinsfélags Íslands, þar sem farið er vel í einkenni þessa sjúkdóms. Þarna er að finna mjög góða fræðslu og góðar leiðbeiningar um þennan illvíga sjúkdóm. Ég hvet alla karlmenn yfir 50 ára til að skoða þetta,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu, formaður Krabbameinsfélags Breiðfirðinga.

 

Annað myndskeiðið, sem er tæpar fimm mínútur á lengd, fjallar um einkenni sjúkdómsins, áhættuþætti, greiningu og meðhöndlun - smellið hér. Hitt myndskeiðið er rúmar tíu mínútur á lengd. Þar svara þrír þvagfæraskurðlæknar, þeir Eiríkur Orri Guðmundsson, Rafn Hilmarsson og Sigurður Guðjónsson, tólf spurningum um blöðruhálskirtilskrabbamein - smellið hér.

 

Vefur Krabbameinsfélags Íslands

 

Mottumars

 

Á morgun er Mottudagurinn, 11. mars - leyfum karlmennskunni að skína.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29