Spurningar til sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Sæll Tryggvi.
Eins og þú veist þá komst ég ekki á kynninguna á valkostagreiningunni, en sendi þér í tölvupósti tvær spurningar fyrir fundinn. Ég veit ekki hvort þeim var svarað á fundinum eða ekki og því leyfi ég mér að endurtaka þær í opnu bréfi, með ósk um að sveitarstjórnin svari þeim. Svona til að árétta mína aðkomu að málinu, þá er ég eigandi frístundahússins Skáldstaðir 2 og einn af eigendum að jörðunum Berufirði og Skáldstöðum.
Fyrst aðeins um greininguna. Það sem mér finnst ekki rétt í valkostagreiningunni er m.a. að áhrif leiða R og A3 á bújarðir eru taldar óverulegar, þó svo að ljóst sé að báðar leiðirnar koma til með að hafa áhrif á bújarðir frá Reykhólum til og með að Árbæ, bæði á nytjar vegna æðarvarps og nýtingu lands til almenns landbúnaðar. Einnig má benda á að veglínur R og A3 hafa töluverð áhrif á nýtingu lands á Skáldstöðum og Berufirði. Þessi neikvæðu áhrif eru algjörlega sett til hliðar og hafa ekkert vægi í valkostagreiningunni, sem á hinn bóginn telur allt upp sem að einhverju leyti getur talist jákvætt, og finnst mér það algjörlega óásættanlegt.
Það sama á við um friðsæld við frístundahús. Fyrir mér er það illskiljanlegt hvernig leiðir R og A3 hafa bein jákvæð áhrif, en ÞH leiðin talsvert neikvæð áhrif á þennan þátt. Það er augljóst að aukin umferð verður framhjá frístundahúsum í botni Berufjarðar og ekki verða áhrifin minni fyrir okkur eigendur jarðanna ef áform Multiconsult eða Vegagerðarinar um að leggja nýjan veg sem sker í sundur landareignir Skáldstaða og Berufjarðar verður ofan á.
Svo er það umferðaröryggi fyrir íbúa hreppsins og kannski ekki síst vegna skólaaksturs. Ef nota á afleggjarann út að Reykhólum óbreyttan, hlýtur umferðaröryggi á þeim kafla að minnka talsvert vegna töluverðrar aukningar á umferð. Þetta gildir líka fyrir þá íbúa hreppsins sem þurfa að sækja þjónustu út að Reykhólum. Svo er það einnig spurning um umferðaröryggi fyrir ábúendur í Djúpadal.
Svo spurningar mínar eru:
1. Finnst sveitarstjórn að það sé réttlátt og marktækt að bera saman leiðir sem hafa farið í gengum formlegt mat öllum þeim þáttum sem umhverfismat tekur til, við leiðir sem ekki hafa farið í gegnum slíkt mat og ekki síst með það í huga að áhrif á nýtingu er einfaldlega strikuð út í valkostagreiningunni?
2. Telur sveitarstjórnin það réttlátt að bjóða hluta íbúa sveitarfélagsins upp á mun minna umferðaröryggi en er í dag, ekki síst með tilliti til skólaaksturs?
Virðingarfyllst
Helgi Jensson
Helgi Jensson, fimmtudagur 03 janar kl: 13:44
Með spurningum mínum fylgdi eftirfarandi bréf til sveitarstjórans.
Eins og þú veist þá komst ég ekki á kynninguna á valkostagreiningunni, en sendi þér í tölvupósti tvær spurningar fyrir fundinn. Ég veit ekki hvort þeim var svarað á fundinum eða ekki og því leyfi ég mér að endurtaka þær í opnu bréfi, með ósk um að sveitarstjórnin svari þeim. Svona til að árétta mína aðkomu að málinu, þá er ég eigandi frístundahússins Skáldstaðir 2 og einn af eigendum af jörðunum Berufjörður og Skáldstaðir.
Fyrst aðeins um greininguna. Það sem mér finnst ekki rétt í valkostagreiningunni er m.a. að áhrif leiða R og A3 á bújarðir eru taldar óverulegar, þó svo að ljóst sé að báðar leiðirnar koma til með að hafa áhrif á bújarðir frá Reykhólum til og með að Árbæ, bæði á nytjar vegna æðarvarps og nýtingu lands til almenns landbúnaðar. Einnig má benda á að veglínur R og A3 hafa töluverð áhrif á nýtingu lands á Skáldstöðum og Berufirði. Þessi neikvæðu áhrif eru algjörlega sett til hliðar og hafa ekkert vægi í valkostagreiningunni, sem á hinn bóginn telur allt upp sem að einhverju leyti getur talist jákvætt, og finnst mér það algjörlega óásættanlegt.
Það sama á við um friðsæld við frístundahús. Fyrir mér er það illskiljanlegt hvernig leiðir R og A3 hafa bein jákvæð áhrif, en ÞH leiðin talsvert neikvæð áhrif á þennan þátt. Það er augljóst að aukin umferð verður framhjá frístundahúsum í botni Berufjarðar og ekki verða áhrifin minni fyrir okkur eigendur jarðanna ef áform Multiconsult eða Vegagerðarinar um að leggja nýjan veg sem sker í sundur landareignir Skáldstaða og Berufjarðar verður ofan á.
Svo er það umferðaröryggi fyrir íbúa hreppsins og kannski ekki síst vegna skólaaksturs. Ef nota á afleggjarann út að Reykhólum óbreyttan, hlýtur umferðaröryggi á þeim kafla að minnka talsvert vegna töluverðrar aukningar á umferð. Þetta gildir líka fyrir þá íbúa hreppsins sem þurfa að sækja þjónustu út að Reykhólum. Svo er það einnig spurning um umferðaröryggi fyrir ábúendur í Djúpadal.