Tenglar

3. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Spurningar til sveitarstjórnar Reykhólahrepps

Helgi Jensson
Helgi Jensson

Sæll Tryggvi.


Eins og þú veist þá komst ég ekki á kynninguna á valkostagreiningunni, en sendi þér í tölvupósti tvær spurningar fyrir fundinn. Ég veit ekki hvort þeim var svarað á fundinum eða ekki og því leyfi ég mér að endurtaka þær í opnu bréfi, með ósk um að sveitarstjórnin svari þeim.  Svona til að árétta mína aðkomu að málinu, þá er ég eigandi frístundahússins Skáldstaðir 2 og einn af eigendum að jörðunum Berufirði og Skáldstöðum.


Fyrst aðeins um greininguna. Það sem mér finnst ekki rétt í valkostagreiningunni er m.a. að áhrif leiða R og A3 á bújarðir eru taldar óverulegar, þó svo að ljóst sé að báðar leiðirnar koma til með að hafa áhrif á bújarðir frá Reykhólum til og með að Árbæ, bæði á nytjar vegna æðarvarps og nýtingu lands til almenns landbúnaðar. Einnig má benda á að veglínur R og A3 hafa töluverð áhrif á nýtingu lands á Skáldstöðum og Berufirði. Þessi neikvæðu áhrif eru algjörlega sett til hliðar og hafa ekkert vægi í valkostagreiningunni, sem á hinn bóginn telur allt upp sem að einhverju leyti getur talist jákvætt, og finnst mér það algjörlega óásættanlegt.


Það sama á við um friðsæld við frístundahús. Fyrir mér er það illskiljanlegt hvernig leiðir R og A3 hafa bein jákvæð áhrif, en ÞH leiðin talsvert neikvæð áhrif á þennan þátt. Það er augljóst að aukin umferð verður framhjá frístundahúsum í botni Berufjarðar og ekki verða áhrifin minni fyrir okkur eigendur jarðanna ef áform Multiconsult eða Vegagerðarinar um að leggja nýjan veg sem sker í sundur landareignir Skáldstaða og Berufjarðar verður ofan á.


Svo er það umferðaröryggi fyrir íbúa hreppsins og kannski ekki síst vegna skólaaksturs. Ef nota á afleggjarann út að Reykhólum óbreyttan, hlýtur umferðaröryggi á þeim kafla að minnka talsvert vegna töluverðrar aukningar á umferð. Þetta gildir líka fyrir þá íbúa hreppsins sem þurfa að sækja þjónustu út að Reykhólum. Svo er það einnig spurning um umferðaröryggi fyrir ábúendur í Djúpadal.


Svo spurningar mínar eru:

1.       Finnst sveitarstjórn að það sé réttlátt og marktækt að bera saman leiðir sem hafa farið í gengum formlegt mat öllum þeim  þáttum sem umhverfismat tekur til, við leiðir sem ekki hafa farið í gegnum slíkt mat og ekki síst með það í huga að áhrif á nýtingu er einfaldlega strikuð út í valkostagreiningunni?


2.       Telur sveitarstjórnin það réttlátt að bjóða hluta íbúa sveitarfélagsins  upp á mun minna umferðaröryggi en er í dag, ekki síst með tilliti til skólaaksturs?

 

Virðingarfyllst

Helgi Jensson

  

Athugasemdir

Helgi Jensson, fimmtudagur 03 janar kl: 13:44

Með spurningum mínum fylgdi eftirfarandi bréf til sveitarstjórans.

Eins og þú veist þá komst ég ekki á kynninguna á valkostagreiningunni, en sendi þér í tölvupósti tvær spurningar fyrir fundinn. Ég veit ekki hvort þeim var svarað á fundinum eða ekki og því leyfi ég mér að endurtaka þær í opnu bréfi, með ósk um að sveitarstjórnin svari þeim. Svona til að árétta mína aðkomu að málinu, þá er ég eigandi frístundahússins Skáldstaðir 2 og einn af eigendum af jörðunum Berufjörður og Skáldstaðir.
Fyrst aðeins um greininguna. Það sem mér finnst ekki rétt í valkostagreiningunni er m.a. að áhrif leiða R og A3 á bújarðir eru taldar óverulegar, þó svo að ljóst sé að báðar leiðirnar koma til með að hafa áhrif á bújarðir frá Reykhólum til og með að Árbæ, bæði á nytjar vegna æðarvarps og nýtingu lands til almenns landbúnaðar. Einnig má benda á að veglínur R og A3 hafa töluverð áhrif á nýtingu lands á Skáldstöðum og Berufirði. Þessi neikvæðu áhrif eru algjörlega sett til hliðar og hafa ekkert vægi í valkostagreiningunni, sem á hinn bóginn telur allt upp sem að einhverju leyti getur talist jákvætt, og finnst mér það algjörlega óásættanlegt.
Það sama á við um friðsæld við frístundahús. Fyrir mér er það illskiljanlegt hvernig leiðir R og A3 hafa bein jákvæð áhrif, en ÞH leiðin talsvert neikvæð áhrif á þennan þátt. Það er augljóst að aukin umferð verður framhjá frístundahúsum í botni Berufjarðar og ekki verða áhrifin minni fyrir okkur eigendur jarðanna ef áform Multiconsult eða Vegagerðarinar um að leggja nýjan veg sem sker í sundur landareignir Skáldstaða og Berufjarðar verður ofan á.
Svo er það umferðaröryggi fyrir íbúa hreppsins og kannski ekki síst vegna skólaaksturs. Ef nota á afleggjarann út að Reykhólum óbreyttan, hlýtur umferðaröryggi á þeim kafla að minnka talsvert vegna töluverðrar aukningar á umferð. Þetta gildir líka fyrir þá íbúa hreppsins sem þurfa að sækja þjónustu út að Reykhólum. Svo er það einnig spurning um umferðaröryggi fyrir ábúendur í Djúpadal.

Ása Björg Stefánsdóttir, fstudagur 04 janar kl: 17:49

Herra sveitastjóri Reykhólahrepps Tryggvi Harðarson.
Ert þú ekki sveitastjóri allra í Reykhólahrepp?..hvernig getur þú fullyrt í fölmiðlum að R.leið sé sáttaleið..þú hefur ekki látið svo lítið að koma og kinna þér aðstæður hér yst á Reykjanesi þar sem vegur R.leiðar nær landi..við sendum sveitastjórn Reykhólahrepps bréf það sem við gerðum grein fyrir okkar stöðu í þessu máli.
Í því bréfi kemur fram meðal annars að við erum ekki sátt við að farið sé yfir friðlýst æðarvarp,voga og tjarnir með miklu fuglalífi,sem er að verða óvíða á Íslandi.
með kveðju
ábúendur Árbæjar yst á Reykjanesi

Vestfirðingur, laugardagur 05 janar kl: 11:09

Gleðilegt ár allir sem lesa þessar línur.
Ég og flestallir erum fyrir löngu búnir að fá meira en nóg af allri þessari hringavitleysu sem staðið hefur yfir í um fjórðung af mannsæfi.
Við verðum öll að vona að landsýn fáist í þessari vitleysu allri.

Brynjúlfur Sæmundsson, rijudagur 08 janar kl: 12:50

Til sveitarstjórnar Reykhólahrepps og allra sem áhuga hafa á bættum samgöngum Vestfirðinga.

Ég get tekið undir hvert orð Helga Jenssonar og Ásu Bjargar Stefánsdóttur hér að ofan. Í viðbót vil ég nefna að veginum út Barmahlíðina verður að sjálfsögðu að gjörbylta með öllu því raski á "hlíðinni fríðu" sem þeirri vegagerð hlýtur að fylgja. Auk þess alkunna kvæðis sem Jón Thoroddsen orti um Barmahlíð er líka til þessi vandaða vísa eftir hann:

Brekkufríð er Barmahlíð,
blómum víða sprottin.
Fræðir lýði fyrr og síð:
Fallega smíðar drottinn.

Vona að menn beri gæfu til að bæta samgöngur um Vestfirði án þess að spilla náttúru Berufjarðar og Barmahlíðar, auk alls þess sem nefnt hefur verið um jarðnytjar, æðarvarp, tún o.fl. Skil ekki að íbúar Reykhóla kæri sig um að fá alla þungaflutninga um staðinn. Eru þeir ekki flestir á móti því?

Með kveðju.

Brynjúlfur Sæmundsson

P.s.: Ég ólst upp á Reykhólum og er fæddur á Hríshóli.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31