Tenglar

23. apríl 2012 |

Sr. Elína Hrund eini umsækjandinn

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Ein umsókn barst um embætti sóknarprests í Reykhólaprestakalli, frá sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur, settum sóknarpresti. Umsóknarfrestur rann út 18. apríl. Embættið verður veitt frá 1. júní. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar, en hana skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Vestfjarðaprófastsdæmis. Skipunartími er fimm ár.

 

Sr. Elína Hrund hefur þjónað sóknunum sex í prestakallinu í þrjú og hálft ár, upphaflega í afleysingum fyrir sr. Sjöfn Þór. Sjöfn ákvað hins vegar að segja starfi sínu lausu eftir barneignarorlof og hefur Elína þjónað í hennar stað lausráðin síðan.

 

Umsóknin mín er farin með póstinum (24. mars 2012)

Elína Hrund kemur til starfa í Reykhólaprestakalli (25. okt. 2008)

 

Athugasemdir

Sig.Torfi, mnudagur 23 aprl kl: 23:39

Glæsilegt!!!

kolbrun lára myrdal, rijudagur 24 aprl kl: 04:55

Innilega til hamingju með ráðningunna Elína frábært að hafa þig her hjá okkur

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31