Staðan núna á ljósleiðaralagningu
Vinna hófst að nýju við lagningu ljósleiðara í Reykhólahreppi í byrjun maí eftir að frost var farið úr jörðu. Verkefninu er skipt í tvö svæði. Svæði I nær frá Miðhúsum út að Stað og niður að Þörungaverksmiðju, svæði II nær frá Miðhúsum að Hofsstöðum annarsvegar og Gilsfirði hinsvegar. Í fyrra lauk lagningu stofns um bæði svæðin, fyrir utan lítinn kafla á milli Hóla og Króksfjarðarness.
Verið er að leggja lokahönd á svæði I, plægingu er lokið og er uppsetningu á búnaði innanhúss að ljúka. Búast má við að fljótlega verði hægt að sækja um tengingu í gegnum kerfið.
Hafin er vinna við lagningu heimtauga á svæði II og er stefnt að því að klára lagningu og tengingu svæðisins í lok sumars, byrjun hausts.
Send verður út tilkynning þegar hægt verður að sækja um langþráða ljósleiðaratenginu á umræddum svæðum.
Ása Björg Stefánsd., mivikudagur 13 jn kl: 17:06
Á ljósleiðarinn að enda á Stað ?