Tenglar

13. júní 2018 | Sveinn Ragnarsson

Staðan núna á ljósleiðaralagningu

Lagning ljósleiðarans út Reykjanes
Lagning ljósleiðarans út Reykjanes
1 af 4

 

Vinna hófst að nýju við lagningu ljósleiðara í Reykhólahreppi í byrjun maí eftir að frost var farið úr jörðu.  Verkefninu er skipt í tvö svæði.  Svæði I nær frá Miðhúsum út að Stað og niður að Þörungaverksmiðju, svæði II nær frá Miðhúsum að Hofsstöðum annarsvegar og Gilsfirði hinsvegar. Í fyrra lauk lagningu stofns um bæði svæðin, fyrir utan lítinn kafla á milli Hóla og Króksfjarðarness. 

 

Verið er að leggja lokahönd á svæði I, plægingu er lokið og er uppsetningu á búnaði innanhúss að ljúka.  Búast má við að fljótlega verði hægt að sækja um tengingu í gegnum kerfið.

 

Hafin er vinna við lagningu heimtauga á svæði II og er stefnt að því að klára lagningu og tengingu svæðisins í lok sumars, byrjun hausts.

 

Send verður út tilkynning þegar hægt verður að sækja um langþráða ljósleiðaratenginu á umræddum svæðum.

  

Athugasemdir

Ása Björg Stefánsd., mivikudagur 13 jn kl: 17:06

Á ljósleiðarinn að enda á Stað ?

vefstjóri, mivikudagur 13 jn kl: 20:24

Nei, ekki Árbæ heldur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31