Tenglar

13. nóvember 2012 |

Staðbundin matvæli í ferðaþjónustu

Skyrkonfekt frá Erpsstöðum í Dölum.
Skyrkonfekt frá Erpsstöðum í Dölum.

Málþing um framgang staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar verður haldið í Félagsheimilinu Breiðabliki á Snæfellsnesi á föstudag, 16. nóvember, og stendur frá kl. 14.30 til 18. Fundarstjóri verður Halla Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal hér handan við. Meðal dagskrárliða má nefna, að Þorgrímur E. Guðbjartsson á Erpsstöðum í Dölum segir reynslusögu frumkvöðuls.

 

Yfirskrift þingsins er: Viltu taka þátt í að auka veg staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar?

 

Í tilkynningu frá Ferðamálastofu um málþingið segir:

 

Ferðaþjónusta er ein af þeim atvinnugreinum sem taldar eru til vaxtarsprota Íslands. En þrátt fyrir mikinn vöxt í greininni undanfarinn áratug hefur það ekki skilað sér sem skyldi í auknum hagvexti á landsbyggðinni. Ein leið til að styrkja ferðaþjónustuna og auka hagræn áhrif hennar í sveitum landsins er að efla tengsl og auka samstarf ferðaþjónustu og staðbundinnar matvælaframleiðslu.

 

Markmið málþingsins er að:

  • Vekja athygli á möguleikum sem felast í heimavinnslu matvæla og sölu beint frá býli
  • Varpa ljósi á þróunarferlið – frá hugmynd til heimavinnslu
  • Hvetja til samtals og samstarfs milli matvælaframleiðenda í héraði og ferðaþjónustuaðila

 

Myndin sem hér fylgir er á heimasíðu Rjómabúsins Erpsstaða. Þar segir: Skyrkonfektið er sérhannað og þróað af stefnumóti hönnuða og bænda. Konfektið á sér enga hliðstæðu á Íslandi.

 

Dagskrá málþingsins og nánari upplýsingar

Rjómabúið Erpsstaðir, heimasíða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31