Tenglar

17. september 2018 | Sveinn Ragnarsson

Staðbundin vistfræðileg þekking á þangi

Jamie Lee. mynd UW.is
Jamie Lee. mynd UW.is

Þriðjudaginn 18. september, kl. 15:00, mun Jamie Lee verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerðin ber titilinn Local Ecological Knowledge on Seaweed: A case study of the socio-ecological system in Reykhólar, Breiðafjörður. Vörnin fer fram í Háskólasetri Vestfjarða og er opin almenningi.


Vörnin verður einnig send beint út á þessum hlekk á Youtube:

https://www.youtube.com/channel/UCRBW_V9nbwbfUReXrhC0a8g

  


Í ritgerðinni fjallar Jamie um staðbundna vistfræðilega þekkingu á klóþangi sem íbúar og hagsmunaaðilar á Reykhólum og nágrenni búa yfir. Rannsókninni er ætlað að skrásetja þessa þekkingu og greina tengslin á milli samfélagsins og vistkerfisins samfara því leggja til leiðir til að samþætta staðbundnu þekkinguna við stefnumótun og nýtingaráætlanir.

 

Leiðbeinendur verkefnisins er dr. Zoi Konstantinou, nýdoktor við Aristótelesar háskólann í Þessalóníku í Grikklandi og kennari við Háskólasetur Vestfjarða, og dr. Margaret Willson, dósent við Háskóla Washington í Bandaríkjunum. Prófdómari er dr. Courtney Lyons nýdoktor við Háskólann í Alaska, Fairbanks, Bandaríkjunum.

 

Útdráttur

Þessi ritgerð er tilviksrannsókn framkvæmd á Reykhólum á Vestfjörðum, þar sem framleiddar eru vörur úr villtum sjávargróðri. Tilgangur rannsóknarinnar er að skjalfesta og greina tengslin á milli samfélags og vistkerfis er varðar klóþang (Ascophyllum nodosum) og mæla með aðgerðum til sjálfbærrar nýtingar sjávargróðurs sem gagnast myndu staðháttum í félags- og visfræðilegu tilliti.

 

Vaxandi eftirspurn á alþjóðamörkuðum kallar á aukna framleiðslu og vinnslu sjávargróðurs auk lagasetninga sem vernda vistkerfið samhliða nýtingunni. Rannsókn þessi miðar að því að skjalfesta staðbundna vistfræðilega þekkingu (e. Local Ecological Knowledge) sem liggur hjá ræktendum og íbúum í nágrenninu, ásamt aðferða þeirra við stjórnun ræktunarinnar.

 

Tekin voru viðtöl, vettvangskönnun framkvæmd og spurningalistar lagðir fyrir samfélagið á Reykhólum sem og hagsmunaaðila.

 

Stefna löggjafa í Noregi og Kanada er borin saman við hérlenda lagaframkvæmd og mælt með úrbótum. Rannsóknin sýnir að ofnýting sé möguleg ef ákvarðanir um veitingu nýtingarleyfa eru teknar á grundvelli ófullnægjandi mats á því magni klóþangs sem mögulegt er að uppskera. Rýrnun auðlindarinnar og skertur aðgangur að henni myndu hvort um sig hafa neikvæð áhrif á þorpssamfélagið. Með því að samþætta staðbundna vistfræðilega þekkingu við stjórnun og nýtingu gefst tækifæri til að nýta mikilvægar hugmyndir og athuganir sem geta bætt upp skort á þekkingu.

 

Þessari rannsókn er ætlað að upplýsa þá sem fara með stefnu og stjórnun auðlindarinnar um mikilvæg sjónarmið um sjálfbærni klóþangs, vistkerfis og samfélags.

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30