Tenglar

29. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Staðið verði við gefin loforð um kjör eldri borgara

Kjaranefnd Landssambands eldri borgara (LEB) krefst þess að eldri borgarar njóti sömu kjara og samið verður um á almennum vinnumarkaði í viðræðum aðila vinnumarkaðarins sem eru framundan. Jafnframt hvetur nefndin ríkisstjórnina til að standa við gefin loforð um lagfæringu á kjörum eldri borgara og að þær skerðingar sem settar voru á árið 2009 verði allar dregnar til baka.

 

Þetta kemur fram í kjaramálaályktun nefndarinnar sem hún sendi vefnum til birtingar. Þar segir einnig m.a.: 

  • Eldri borgarar eiga enn eftir að fá bætta þá kjararýrnun sem varð á síðustu 4 árum og eiga því inni 20% hækkun eftirlauna. Við vekjum sérstaka athygli á því að það er stór hópur aldraðra sem býr undir fátæktarmörkum og á í miklum vanda að ná endum saman. Brýnt er að taka á því sem allra fyrst.
  • Þá bendum við enn og aftur á að það væri mikil kjarabót að því að lækka virðisaukaskatt á lyfjum úr 25,5% í 7%. Dæmi eru um að sælgætisvörur séu með 7% virðisaukaskatti í lyfjaverslunum en lyfin með 25,5%. Slík skattlagning brýtur í bága við manneldismarkmið! Tölverður hópur fólks hefur ekki getað leyst út lyfin sín eftir breytingar á lyfjareglum Sjúkratrygginga Íslands og einungis tekið út hluta þeirra.

 

Ályktunina má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31