Tenglar

26. mars 2009 |

Stækkun Mjólkárvirkjunar í athugun

Mjólkárvirkjun. Mynd af vef OV.
Mjólkárvirkjun. Mynd af vef OV.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur tekið fyrir erindi Orkubús Vestfjarða ohf. um hugsanlega stækkun Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Þetta á sér langa forsögu en markmiðið er að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Árið 2007 skilaði verkfræðistofan Verkís athugun á hagkvæmni þess að reisa tvær nýjar virkjanir í Mjólká til að nýta betur rennsli árinnar fyrir ofan inntak vélar 1 og þá aðstöðu sem þar er fyrir hendi. Athugunin gaf til kynna að hér gæti verið um hagkvæmar framkvæmdir að ræða. Var því ákveðið að kanna betur aðstæður og bæta umræddum tveimur vélum við vélaútboðið, sem nauðsynlegt var að viðhafa gagnvart núverandi virkjun.

 

Tilboð í mismunandi útfærslur og fjölda véla voru opnuð í janúar á þessu ári. Fjögur tilboð bárust og stendur yfirferð þeirra yfir og standa vonir til að henni ljúki á næstu vikum. Áður en samið verður við framleiðanda þarf hins vegar sú ákvörðun OV að liggja fyrir hvort framkvæmdin takmarkist við endurbætur á núverandi virkjun eða hvort stærsti kosturinn verði valinn og fjórar vélar keyptar.

 

Meira um þetta í frétt á bb.is á Ísafirði.

 

Sjá einnig:

20.03.2009 Vill auka öryggi í afhendingu raforku á Vestfjörðum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31