Tenglar

19. september 2022 | Sveinn Ragnarsson

Stærsta steypa í Reykhólahreppi

Sl. föstudag var byrjað að steypa burðarbita og gólfið á brúna yfir Þorskafjörð. Það er steypt í einu lagi og var tekinn fyrir  helmingur brúarinnar, 130 metrar. Í þennan hluta fóru um 1.300 m3 af steypu. Áður var búið að steypa stöpla, 7 að tölu. Það eru byggingafyrirtækið Eykt og Steypustöðin sem sjá um brúasmíðina.

 

Mikinn undirbúning þarf fyrir þetta stóra steypu og ekkert má fara úrskeiðis. Því voru vara tæki af öllu tagi til taks, steypubíll, steypudæla, hjólaskófla til að moka í steypustöðina og varaleiðir til vatnsöflunar.

Er skemmst frá því að segja að allt gekk án mikilla áfalla þessar liðlega 30 klst. sem steypuvinnan tók.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31