Tenglar

20. mars 2015 |

Stærsti vettvangur handverksfólks á landinu

Frá Handverkshátíð 2014.
Frá Handverkshátíð 2014.

Hafinn er undirbúningur Handverkshátíðar 2015, sem fram fer í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 6.-9. ágúst. Hátíðin er fyrir löngu orðin einn stærsti menningarviðburður á Eyjafjarðarsvæðinu, jafnframt því að vera stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu. Árlega eru um 100 sýnendur og hátíðin fær um 15-20 þúsund heimsóknir.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu. Umsóknir vegna þátttöku á hátíðinni streyma inn þessa dagana, segir þar einnig. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl. Nánari upplýsingar er að finna á www.handverkshatid.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31