Starf Breiðfirðingafélagsins fjölbreytt að venju
Á vef Breiðfirðingafélagsins eru margvíslegar upplýsingar um félagið og fréttir úr starfi þess, auk þess sem þar er urmull ljósmynda. Þaðan eru fengnar meðfylgjandi myndir frá hálfsmánaðarlegu prjónakaffi í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík.
Sjá einnig:
08.05.2009 Breiðfirðingakórinn í Bjarkalundi á sunnudag
13.07.2008 Myndir úr sumarferð Breiðfirðingafélagsins
30.06.2008 Breiðfirðingar þrefölduðu fólksfjöldann á Reykhólum
P.s.: Fyrir áhugasamt fólk um ættfræði má geta þess hér, að fréttaritarinn og pistlaflytjandinn kjarnyrti hjá Ríkisútvarpinu fjölmörg undanfarin ár, Gísli Kristjánsson í Noregi, fyrrum í Bandaríkjunum, er bróðir Snæbjarnar. Systir þeirra er dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur, en til stórmerkra starfa hennar þekkja allir sem fylgjast á annað borð eitthvað með þeirri grein. Fleiri munu þau vera systkinin frá Breiðalæk.