Starf á skrifstofu hreppsins
Reykhólahreppur auglýsir laust til umsóknar starf ritara á skrifstofu sveitarfélagsins.
Um er að ræða 80% starf tímabundið vegna forfalla í eitt ár. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur til og með 13. júní n.k.
Helstu verkefni:
Símsvörun og þjónusta við íbúa
Skráning reikninga í bókhaldskerfi og létt aðstoð við bókhald
Skráning erinda í skjalakerfi.
Tilfallandi verkefni á skrifstofu.
Hæfniskröfur:
Traust og trúnaður, færni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði, námkvæmni og sjálfstæði í starfi.
Skipulagshæfileikar
Góð tölvufærni.
Laun greiðast skv. kjarasamningi Reykhólarhepps og Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 430 3200. Umsókn ásamt bréfi um hæfni sendist á netfangið sveitarstjori@reykholar.is.