Tenglar

28. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Starf í IÐJU - brautryðjendastarf

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir starfsmanni í Iðju, sem er opið hús fyrir alla sem vilja alla virka daga kl. 9-14. Í Iðju fer fram ýmiskonar starfsemi eins og mósaíkgerð, prjónaskapur, tálgun, tafl o.s.frv. Heitt er á könnunni allan daginn og fólk velkomið að kíkja við og spjalla. Hádegisverður í boði fyrir litla fjárhæð en þeir sem þar dvelja taka þátt í undirbúningi og framreiðslu matarins.

 

Félagsþjónustan óskar eftir starfsmanni í 60% starf í vetur til að sinna þessu verkefni. Viðkomandi verður að vera lipur í samskiptum, fordómalaus og umburðarlyndur. Æskilegt er að viðkomandi sé laginn í höndunum og hafi gaman af því að finna og þróa nýjar hugmyndir.

 

Vinsamlega sendið umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi í netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is fyrir 6. september.

 

Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri, Hildur Jakobína Gísladóttir, í síma 842 2511 eða 451 3510.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31