Tenglar

20. október 2022 | Sveinn Ragnarsson

Starf þjónustufulltrúa hjá Reykhólahreppi

Skrifstofa Reykhólahrepps leitar eftir þjónustuliprum þjónustufulltrúa til starfa.

 Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Á skrifstofu sveitarfélagsins fer fram almenn þjónusta við íbúa sveitarfélagsins, starfsmenn og stofnanir. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á því að veita góða þjónustu og hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Miðað er við að ráða í stöðuna frá 1. janúar 2023. Um framtíðarstarf er að ræða ca. 90% starfshlutfall.

 Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir í síma 430-3200 eða með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@reykholar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

 Hæfniskröfur:

 

  • Gerð er krafa um stúdentspróf
  • Reynsla af skrifstofustörfum æskileg.
  • Bókhaldsþekking og reynsla af færslu bókhalds æskileg.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og dugnaður
  • Góðir samskiptahæfileikar, jákvæðni og þjónustulund er nauðsynleg
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný vinnubrögð.

 

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2022. Umsóknir sendist á sveitartjori@reykholar.is

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31