Starf trúnaðarmanns fatlaðra á Vestfjörðum auglýst
Svæðisráð málefna fatlaðra á Vestfjörðum auglýsir eftir trúnaðarmanni fatlaðra til starfa frá 1. september. Hlutverk trúnaðarmanns fatlaðra felur í sér: Að gæta hagsmuna fólks með fötlun sem býr í þjónustuíbúðum á vegum Svæðisskrifstofu. Að gæta almennra hagsmuna og réttindagæslu fyrir fólk með fötlun á Vestfjörðum í samvinnu við Svæðisráð.
Viðkomandi þarf að hafa innsýn og þekkingu á málefnum fatlaðra, eiga auðvelt með samskipti og koma skoðunum sínum á framfæri opinberlega jafnt í ræðu sem riti.
Vinnutími er sveigjanlegur og fer eftir þörf hverju sinni. Launakjör eru samkvæmt ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytis um nefndarlaun.
Nánari upplýsingar gefur Sóley Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu, í síma 456 5224. Umsóknarfrestur er til 18. júlí 2008.