Tenglar

2. júlí 2008 |

Starf trúnaðarmanns fatlaðra á Vestfjörðum auglýst

Svæðisráð málefna fatlaðra á Vestfjörðum auglýsir eftir trúnaðarmanni fatlaðra til starfa frá 1. september. Hlutverk trúnaðarmanns fatlaðra felur í sér: Að gæta hagsmuna fólks með fötlun sem býr í þjónustuíbúðum á vegum Svæðisskrifstofu. Að gæta almennra hagsmuna og réttindagæslu fyrir fólk með fötlun á Vestfjörðum í samvinnu við Svæðisráð.

 

Viðkomandi þarf að hafa innsýn og þekkingu á málefnum fatlaðra, eiga auðvelt með samskipti og koma skoðunum sínum á framfæri opinberlega jafnt í ræðu sem riti.

 

Vinnutími er sveigjanlegur og fer eftir þörf hverju sinni. Launakjör eru samkvæmt ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytis um nefndarlaun.

 

Nánari upplýsingar gefur Sóley Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu, í síma 456 5224. Umsóknarfrestur er til 18. júlí 2008.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31