2. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is
Starfað og grillað á umhverfisdegi 2014
Myndirnar sem hér fylgja voru teknar á hinum árlega umhverfisdegi í Reykhólahreppi, sem var að þessu sinni á fimmtudaginn eða sjálfan uppstigningardag. Þegar vinnufúsar hendur ungra sem eldri höfðu lokið störfum var að venju grillað í Kvenfélagsgarðinum á Reykhólum. Á síðustu myndinni er fráfarandi umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps, skipuð þeim Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur, Kolfinnu Ýri Ingólfsdóttur og Gústaf Jökli Ólafssyni.