Tenglar

25. september 2011 |

Starfar í Flatey og fær því hjónabandið ekki skráð

Séð út um bátsglugga við strönd Flateyjar á Breiðafirði.
Séð út um bátsglugga við strönd Flateyjar á Breiðafirði.

Þjóðskrá neitar að skrá Hafþór Hafsteinsson í Flatey á Breiðafirði og hans lögformlegu eiginkonu Lísu Kristjánsdóttur sem hjón vegna þess að þau hafa ekki sama lögheimili. Í lögum um lögheimili er sú þversögn að hjón verða að hafa sama lögheimili en jafnframt að fólk skuli hafa lögheimili þar sem það stundar aðalatvinnu sína. Aðalatvinna Hafþórs er sjómennska frá Flatey en Lísa starfar í Reykjavík. Samkvæmt lögum eiga þau lögheimili þar sem hvort um sig stundar aðalatvinnu sína. Þau vilja vera skráð sem hjón í Þjóðskránni með þeim réttindum sem því fylgir en fá það ekki.

 

Hafþór er sonur Ólínu J. Jónsdóttur og Hafsteins Guðmundssonar búenda í Flatey. Eins og mestur hluti Breiðafjarðareyja er Flatey innan vébanda Reykhólahrepps.

 

Frá þessu undarlega máli var greint í Sjónvarpinu. Smellið hér til að sjá og heyra fréttina.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30