Tenglar

19. janúar 2015 |

Starfið hjá Félagi eldri borgara fram á vor

Dagskráin hjá Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi fram á vorið liggur fyrir. Um er að ræða samverustundir á fimmtudögum á ýmsum stöðum og með ýmsum ólíkum viðfangsefnum, gönguferðir, kóræfingar, sundferðir og margt fleira. Vakin er athygli á því að félagið er opið 60 ára og eldri og líka mökum þó að þeir séu yngri. Margvísleg fríðindi fylgja félagsaðild, svo sem afsláttur hjá mörgum verslunum og þjónustufyrirtækjum, afsláttur af bensíni og fleira.

 

  • Gönguhópurinn gengur alla mánudaga og föstudaga. Mæting hjá Samkaupum í Búðardal kl.10.30. Kaffisopi á Silfurtúni að göngu lokinni.
  • Þriðjudagskaffisopinn verður á sínum stað á Silfurtúni kl. 10.30 í boði Silfurtúns.
  • Frítt er í sund á Laugum í Sælingsdal á þriðjudögum. Farið kl. 15.15 frá plani við Rauðakrosshúsið í Búðardal og reynt að sameinast í bíla.
  • Tækjasalur UDN er opinn fyrir félaga kl. 11.45-12.45 á miðvikudögum.
  • Kórinn æfir kl. 17 á mánudögum í Tónlistarskólanum í Búðardal.

 

Samvera verður á fimmtudögum kl. 13.30-16 sem hér segir:

  5. febrúar - Félagsvist og kaffi, Leifsbúð

12. febrúar - Lestur úr nýjum bókum, kaffi, Leifsbúð

19. febrúar - Bingó, Tjarnarlundi

26. febrúar - Spurningakeppni, kaffi, Leifsbúð

  5. mars - Félagsvist, Silfurtúni

12. mars - Aðalfundur, bingó, kaffi, Leifsbúð

19. mars - Félagsvist, kaffi, Tjarnarlundi

26. mars - Heimsókn á byggðasafnið á Laugum, kaffi þar

  9. apríl - Heimsókn í Barmahlíð, kórinn, bingó

16. apríl - Lokasamkoma, dagskrá og kaffi, Leifsbúð

 

Kaffi og með því kostar kr. 500 og bingóspjald kr. 500.

 

Ath.: Þegar farið er frá Búðardal í Tjarnarlund eða á Reykhóla er farið frá Leifsbúð kl.13. Komið við á Skriðulandi. Reykhólafólk, sameinist í bíla til Búðardals og í Tjarnarlund.

 

Ath.: Öll ferðalög eru með fyrirvara um veður og færð!

 

Reynt verður að hafa eittthvert námskeið á vorönninni, en vita þarf um áhuga og þátttöku áður en hafin er vinna við skipulagningu. Eins verður athugað með leikhúsferð.

 

Til ALLRA 60 ára og eldri sem ekki eru í félaginu okkar:

Okkur vantar fleiri virka félaga! Félagið er opið 60 ára og eldri og mökum, þó að þeir séu yngri. Komið endilega til liðs við okkur, það væri gaman að fá ykkur með. Ýmis fríðindi fylgja félagsaðild, svo sem afsláttur hjá mörgum verslunum og þjónustufyrirtækjum, afsláttur af bensíni og fleira. Hafið samband við Þrúði í síma 434 1124 eða 894 1824.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31