Tenglar

29. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson

Starfsfólk vantar á Báta- og hlunnindasýninguna

1 af 2

 

 

Á Báta- og hlunnindasýninguna vantar eftirtalið starfsfólk:

 

Starfsmann í 100% stöðu sumarið 2017 til að sinna sýningu um æðardún, breiðfirska báta og veita upplýsingar til ferðamanna um Vestfirði.

 

Ráðningartími er 3 mánuðir, júní – ágúst. Sýningin er opin alla daga kl. 11.00 -17.00 og nokkur kvöld yfir sumarið.

 

 • Sóst er eftir jákvæðum og samviskusömum einstaklingi eldri en 20 ára sem hefur gaman af samskiptum við fólk og vill setja sig inn í mannlíf Breiðafjarðar á fyrri tímum.

   

 • Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og viðbótartungumál er kostur.

   

 • Hlutverk starfsmanna Báta- og hlunnindasýningarinnar er að afgreiða á sýningunni og í tengdri verslun, veita leiðsögn um sýninguna og miðla upplýsingum um héraðið. Starfsmenn sinna einnig kaffisölu, uppgjöri, skýrsluhaldi og munaskráningu. Miðað er við að vinnutími sé frá 10.30 - 17.30 en getur verið sveigjanlegur eftir verkefnum.

 

Leitað er að aðila

 

 • til að aðstoða við markaðssetningu og skipulagningu viðburða sem haldnir eru í tengslum við Báta- og hlunnindasýningna. Þetta eru Bátadagar, hluti Reykhóladaga og annars konar samkomur.

 

Unglingar (13-16 ára), nokkur störf og mismunandi starfshlutföll í boði

 

 • Vinnutími kl. 10.30-17.30, getur líka verið einhver kvöld og breytilegur á Reykhóladögum.

 • Tilgreinið í umsókn hversu háu starfshlutfalli sé óskað eftir og hvaða frídögum væri óskað eftir og hvers vegna þið sækið um.

   

 • Starfið felst í því að halda útisvæði hreinu, baka, afgreiða í eldhúsi, annast þrif og vinna létt tilfallandi störf.

   

 • Mikilvægt er að umsækjendur séu jákvæðir, duglegir og samviskusamir og hafi gaman af samskiptum við fólk, séu kunnugir Reykhólahreppi og því sem hann hefur að bjóða.

 

Báta- og hlunnindasýningin er opin alla daga sumarið 2017 frá 1. júní til 31. ágúst.

 

Umsóknir sendist á info@reykholar.is fyrir 10. apríl. Upplýsingar veittar í sama netfangi.

 

Harpa Eiríksdóttir,

framkvæmdastjóri Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum. 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29