Tenglar

9. ágúst 2011 |

Starfskraft í þrif og þvotta vantar í Bjarkalund

Bjarkalundur er við Berufjarðarvatn í Reykhólasveit. Ofar sést niður í Þorskafjörð. Vaðalfjöll efst til hægri. Ljósm. Árni Geirsson.
Bjarkalundur er við Berufjarðarvatn í Reykhólasveit. Ofar sést niður í Þorskafjörð. Vaðalfjöll efst til hægri. Ljósm. Árni Geirsson.

Manneskju vantar hálfan daginn, fyrri hluta dags, í þrif á herbergjum og þvotta í Hótel Bjarkalundi, væntanlega út september. Kolbrún Pálsdóttir veitir nánari upplýsingar í síma 434 7762 eða 894 1295. Hún segir að töluvert sé bókað í Bjarkalundi í september. „Maí og júní voru frekar daprir hjá okkur eins og svo víða úti á landi. Júlímánuður var hins vegar mjög góður og það sem komið er af ágúst. Samt finnst mér vanta meira af ungu fólki með börn. Það er frekar miðaldra fólk á ferðinni núna. Bensínkostnaðurinn hefur sitt að segja í þessum efnum. Líka kannski umræðan um vegina hér vestur á firði“, segir Kolbrún, en henni finnst nú stundum heldur mikið gert úr því hvað vegirnir séu slæmir.

 

„Núna bíður maður bara eftir berjasprettunni“, segir hún.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31