Tenglar

8. desember 2016 | Umsjón

Startpakki á Reykhólum

Sigrún, Ágúst Már og börnin, f.v. Bjarni, Kristján, Hilmar og Ragnhildur.
Sigrún, Ágúst Már og börnin, f.v. Bjarni, Kristján, Hilmar og Ragnhildur.
1 af 4

Þriðji „startpakkinn“ í Reykhólahreppi á þessu ári hefur verið afhentur. Í þessum pökkum sem sveitarfélagið gefur fyrir hönd íbúanna er sitt af hverju sem gott er að eiga fyrir ungbörn. Að þessu sinni kom pakkinn í hlut fjölskyldu á Reykhólum sem fékk líka slíkan pakka fyrir tveimur árum. Barnið sem á hlut að máli er drengur sem fæddist 10. október en var skírður núna á sunnudaginn og hlaut nafnið Hilmar.

 

Foreldrarnir eru Sigrún Kristjánsdóttir og Ágúst Már Gröndal, en fyrir eru á heimilinu þrjú eldri systkini, Bjarni (f. 2007), Kristján (f. 2011) og Ragnhildur (f. 2014).

 

Á mynd nr. 3, sem tekin var fyrir tveimur árum eða í desember 2014, eru sveitarstjórnarkonurnar Sandra Rún Björnsdóttir og Áslaug Berta Guttormsdóttir ásamt Kristjáni og Ragnhildi.

 

Startpakkarnir sem sveitarfélagið gefur eru beint framhald af því fræga framtaki Andreu Björnsdóttur á Skálanesi, oddvita Reykhólahrepps á síðasta kjörtímabili, að prjóna peysur á öll börn sem fæddust inn í sveitarfélagið. Þetta vakti landsathygli og jafnframt var fjallað um það í Sveitarstjórnarmálum, tímariti Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Startpakki í Gufudal (pakki nr. 2 árið 2016)

 

Startpakki frá Reykhólahreppi afhentur (pakki nr. 1 árið 2016)

 

Sjá einnig (þar fyrir neðan eru tenglar í margar aðrar fréttir af þessu skemmtilega uppátæki Andreu á Skálanesi):

 

Bæði Andrea og karlarnir með tifandi prjóna

 

Skemmtilegur og trúlega einstæður viðburður

 

Treysta sér ekki að feta í spor Andreu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30