Tenglar

12. apríl 2016 |

Startpakki frá Reykhólahreppi afhentur

Margrét, Smári og dóttirin og startpakkinn frá Reykhólahreppi.
Margrét, Smári og dóttirin og startpakkinn frá Reykhólahreppi.

Núna liðu fjórtán mánuðir milli „startpakka“ í Reykhólahreppi en þar áður voru það bara tveir mánuðir. Snemma að morgni 10. mars fæddist á fæðingardeildinni á Akranesi stúlka sem pakkann fékk að þessu sinni. Foreldrarnir eru Margrét Björnsdóttir (dóttir Ágústu og Bjössa Sam á Reykhólum) og Smári Hrafnsson sambýlismaður hennar. Stúlkan reyndist 3740 grömm og 52 cm.

 

Margrét stundar nám við Borgarholtsskóla en í fæðingarorlofinu er hún þar í fjarnámi. Smári er fæddur og uppalinn í Grafarvogi í Reykjavík og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands.

 

Startpakkarnir sem sveitarfélagið gefur eru beint framhald af því merkilega og fræga framtaki Andreu Björnsdóttur á Skálanesi, oddvita Reykhólahrepps á síðasta kjörtímabili, að prjóna peysur á öll börn sem fæddust inn í sveitarfélagið. Þetta vakti landsathygli og jafnframt var fjallað um það í Sveitarstjórnarmálum, tímariti Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Myndir frá afhendingu tveggja startpakka

 

Sjá einnig (þar fyrir neðan eru tenglar í margar aðrar fréttir af þessu skemmtilega framtaki Andreu):

 

Bæði Andrea og karlarnir með tifandi prjóna

 

Skemmtilegur og trúlega einstæður viðburður

 

Treysta sér ekki að feta í spor Andreu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31