Tenglar

7. desember 2016 | Umsjón

Startpakki í Gufudal

Erna og Björgvin í Gufudal með Maríu Fanndísi litlu og gjöfina. Mynd: SRB.
Erna og Björgvin í Gufudal með Maríu Fanndísi litlu og gjöfina. Mynd: SRB.

Fyrir nokkru skrapp Sandra Rún Björnsdóttir fyrir hönd sveitarstjórnar til Ernu og Björgvins í Gufudal og afhenti þeim „startpakka“ frá íbúum Reykhólahrepps fyrir Maríu Fanndísi dóttur þeirra. Hún fæddist að vísu 16. ágúst, en betra er seint en aldrei!

 

Startpakkarnir sem sveitarfélagið gefur eru beint framhald af því merkilega og fræga framtaki Andreu Björnsdóttur á Skálanesi, oddvita Reykhólahrepps á síðasta kjörtímabili, að prjóna peysur á öll börn sem fæddust inn í sveitarfélagið. Þetta vakti landsathygli og jafnframt var fjallað um það í Sveitarstjórnarmálum, tímariti Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Sjá einnig (þar má líka finna tengla í allar eldri fréttir á vefnum um þessi efni):

 

Startpakki frá Reykhólahreppi afhentur

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30