Tenglar

11. apríl 2011 |

Stefnt að ábúðarskyldu lögbýla á ný

Myndina tók Árni Geirsson yfir Geiradal. Séð yfir Króksfjörð og til Berufjarðar.
Myndina tók Árni Geirsson yfir Geiradal. Séð yfir Króksfjörð og til Berufjarðar.
Verði væntanlegt lagafrumvarp að veruleika verður eigendum lögbýla skylt að byggja þau sjálfir eða leigja þau hæfum umsækjanda, að mati sveitarstjórna. Þannig verður ábúðarskylda lögbýla innleidd að nýju. Í drögum að frumvarpinu, sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram til kynningar, kemur einnig fram, að áður en skipulagsáætlanir sveitarfélaga taki gildi skuli leitað umsagnar ráðherra enda megi slíkar áætlanir ekki ganga gegn markmiðum laganna um landbúnaðarnot lands og fæðuöryggi.

 

Ef frumvarpið verður að lögum verður hægt að beita jarðeigendur áminningum byggi þeir ekki jarðir sínar. Bregðist þeir ekki við innan ákveðins tíma er sveitarstjórnum heimilt að ráðstafa lögbýlum til leigu í allt að fimm ár í senn. Einnig verður ráðherra heimilt að leyfa ábúendum á jörðum sem skipt hefur að leysa til sín úrskipta jarðarhluta á ný sé ekki rekið þar bú. Til þess þurfa þó að liggja hagsmunir sveitarfélags. Náist ekki samkomulag um verð á jarðarhlutanum skal greiða bætur samkvæmt lögum um eignarnám.

 

Drög að frumvarpi til laga um breyting á jarðalögum nr. 81/2004 og ábúðarlögum nr. 80/2004.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30