Tenglar

13. september 2012 |

Stefnt að breytingum á stoðkerfi Vestfirðinga

Eitt mál var á dagskrá stjórnarfundar í Fjórðungssambandi Vestfirðinga (FV) í fyrradag: Tillaga til stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (AtVest) um boðun hluthafafundar í félaginu. Formaður stjórnar FV, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, lagði fram tillögu að tillögu sem lögð verði fyrir væntanlegan hluthafafund AtVest og var hún samþykkt.

 

Tillögutillaga formanns var svohljóðandi:

 

Hluthafafundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf., dags. xx. september 2012, heimilar stjórn félagsins að hefja samstarf við stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga um tilflutning á verkefnum og fjármagni félagsins innan stoðkerfis atvinnu- og byggðaþróunar á Vestfjörðum. Tillaga um verkefnaflutning, flutning starfsmanna og samningur þar um verði lagður fyrir nýjan hluthafafund sem haldinn verði fyrir 20. nóvember 2012. Miðað er við að starfsemi á breyttum grundvelli hefjist þann 1. janúar 2013.

 

Jafnframt heimilar hluthafafundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. stjórn félagsins að taka þátt í viðræðum aðila stoðkerfis atvinnu- og byggðaþróunar á Vestfjörðum um stofnun nýrrar skipulagsheildar á grunni starfsemi þessara aðila. Stjórn félagsins boði til hluthafafundar til að kynna niðurstöður slíkra viðræðna og hugsanlega tillögu um breytingar á starfsemi félagsins.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31