Tenglar

29. júní 2016 |

Stefnt að flóamarkaði á sunnudag

Frá einum af flóamörkuðunum á Reykhólum á síðasta ári.
Frá einum af flóamörkuðunum á Reykhólum á síðasta ári.

Haldinn verður flóamarkaður á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum á sunnudag, 3. júlí, ef næg þátttaka fæst. Slíkir markaðir voru haldnir þar í fyrra og tókust vel. Fólk er hvatt til að kíkja í geymsluna og bílskúrinn og skápana og finna eitthvað til að selja. Þar mætti nefna t.d. fatnað af öllu tagi, reiðhjól og ryksugur, skíði og skó, blómavasa og bækur, sláttuvélar og sleða, gaddavír og gardínur, klukkur og kattamat, eða eitthvað matarkyns fyrir mannfólkið.

 

Eða bara eitthvað. Ekki skiptir minnstu að koma saman, þannig að úr verði ekta markaðsstemmning.

 

Það kemur í ljós hvort nokkuð er eftir hjá fólki síðan markaðirnir voru haldnir í fyrra.

 

Áhugasamir hafi samband við Hörpu í síma 894 1011 ekki seinna en á fimmtudag, 30. júní, til að panta söluborð.

 

Heitið flóamarkaður á rætur að rekja til markaða með notaða muni suður í Evrópu á miðöldum. Þá vildi það henda að flær og önnur kvikindi fylgdu fatnaði sem óvelkominn „kaupbætir“ en það er víst liðin tíð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31