Tenglar

16. september 2016 | Umsjón

Stefnt að framhaldsskóladeild á Reykhólum

Næg er aðstaðan í Reykhólaskóla.
Næg er aðstaðan í Reykhólaskóla.

Á nýafstöðnu Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga kynnti Ágúst B. Garðarsson, formaður aðgerðaáætlunar fyrir Vestfirði (svokallaðrar Vestfjarðanefndar) og aðstoðarmaður forsætisráðherra, starf nefndarinnar. Reykhólahreppur lagði fram nokkur verkefni, sem yrðu sveitarfélaginu til framdráttar til framtíðar litið.

 

Verkefnin sem Reykhólahreppur lagði fram voru þessi:

  • Endurskipulagning og betri nýting jarðvarma á Reykhólum.
  • Þekkingar- og þróunarsetur um sjávarþörunga á Reykhólum.
  • Hönnun þarabaða úti við sjóinn.
  • Styrking Reykhólahafnar.
  • Frekari uppbygging bátasafnsins og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum.
  • Framhaldsskóladeild á Reykhólum.
  • Vistvæn orka í Flatey.

Aðeins eitt verkefni af þessum sjö á listanum frá Reykhólahreppi hlaut hljómgrunn nefndarinnar, þ.e. undirbúningur framhaldsskóladeildar á Reykhólum í samvinnu við framhaldsskóladeildina á Hólmavík og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

 

„Það er út af fyrir sig mjög gleðilegt,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „En hin verkefnin eru sum þannig að enginn einn getur staðið undir þeim. Því myndi fjármagn sem kæmi í gegnum aðgerðaáætlun gera kraftaverk.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31