Tenglar

26. september 2011 |

Stefnt að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands

Frá Rauðasandi. Ljósm. Sögusmiðjan. www.vestfirdir.is
Frá Rauðasandi. Ljósm. Sögusmiðjan. www.vestfirdir.is

Á ríkisstjórnarfundi á föstudag kynnti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra samstarf sem hafið er við bæjarstjórn Vesturbyggðar um að vinna að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands. Svæðið hefur frá upphafi náttúruverndaráætlunar verið tilgreint sem eitt af þeim svæðum sem mikilvægt sé að vernda sem friðland eða þjóðgarð. „Látrabjarg og Rauðasandur einkennast af mikilfenglegu og fjölbreyttu landslagi, stórbrotnu fuglabjargi og minjum um búskap við sjó og sjósókn fyrri tíma. Svæðið er alþjóðlega mikilvægt vegna sjófuglabyggðar og þar er stærsta álkubyggð í heimi“, segir á vef umhverfisráðuneytisins þar sem greint er frá þessu.

 

Vegna þessa máls ferðast ráðherra um svæðið í dag og á morgun til skrafs og ráðagerða við landeigendur og annað áhugafólk varðandi framhaldið. Fundir verða í Hvallátrum og Breiðavík, á Hnjóti, Patreksfirði og Rauðasandi.

 

____________________________________________

 

P.s. (hþm): Algengt er að heyra og sjá að sagt sé Rauðisandur. Það er ekki rétt. Örnefnið er Rauðasandur, dregið af skeljarauðanum úr sjónum. Jafnframt má nefna Breiðavík úr því að þann stað ber á góma. Fyrri liður nafnsins beygist ekki - um Breiðavík, frá Breiðavík, til Breiðavíkur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30