Tenglar

17. júní 2015 |

Stefnt að gerð minnismerkis um Gretti Ásmundarson

Hugmynd Guðjóns að stað fyrir minnismerkið um Gretti.
Hugmynd Guðjóns að stað fyrir minnismerkið um Gretti.
1 af 2

Erindi frá Guðjóni D. Gunnarssyni varðandi fyrirhugað minnismerki um veturvist Grettis Ásmundarsonar á Reykhólum var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í síðustu viku. Talið er að það hafi verið veturinn 1016-17 sem Grettir sterki var á Reykhólum, þannig að samkvæmt því eru á næsta hausti liðin þúsund ár frá komu hans á vettvanginn. Fræg er sagan af því þegar hann bar uxa á herðum sér neðan úr Grundarvogi og heim að Reykhólum. Í bréfi Guðjóns segir:

 

Á fundi Lionsklúbbsins hér þann 15. apríl var ákveðið að stefna að gerð minnismerkis um dvöl Grettis hér. Hugmyndin er táknræn stytta úr stuðlabergi, staðsett þar sem Grettir er kominn upp á hólbrúnina með uxann á herðunum. Á steyptum stöplinum væri komið fyrir upplýsingaplötu um atburðinn. Ráðgerð verklok haustið 2016. Var undirrituðum falið að ýta verkinu af stað. Erindi þessa bréfs er að leita til ykkar eftir leyfi og gjarnan samstarfi við undirbúning og gerð verksins.

 

Sveitarstjórn ákvað að óska eftir uppdrætti sem sýndi nánari staðsetningu og útlit minnismerkisins. Í gær kom Guðjón síðan á hreppsskrifstofuna með blýantsriss af fyrirhuguðum stað og lauslega útlitshugmynd úr tré. Í bréfi sem fylgdi segir hann:

  • Það sem ég segi hér eru mínar tillögur, og þær gilda, þar til aðrar betri tillögur verða samþykktar.
  • Verkið verður gert úr þremur stuðlabergssteinum, sem ætlað er að vísa til, er Grettir skálmaði upp hólinn með griðunginn á herðunum (Kristján Ebenesersson hefur lofað steinum og Gústaf Ólafsson tók vel í að gera verkið). Undir verkinu verður steyptur stöpull (75 cm á hæð) og á honum viðeigandi texti á íslensku og ensku undir plexigleri. Hæð alls um 2,5 m.
  • Stuðlaberg er mismunandi og því ekki hægt að vita nákvæmlega um útlit fyrr en steinarnir hafa verið valdir. Ég er ekki drátthagur (þó annað megi álykta af „landakortinu“!!) og gerði því ónákvæma frumgerð úr tré.

 

Eins og gefur að skilja hefur sveitarstjórn ekki enn tekið afstöðu til þessa máls.

 

Á myndinni sem hér fylgir bendir örin á þann stað sem Guðjón hugsar sér fyrir minnismerkið, rétt handan við tréborðið.

 

Þessu skylt:

14.02.2014  Hugmynd um virkisbyggingu á Reykhólum kynnt

31.07.1913  Uxaburður á Reykhólum í minningu Grettis?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31