Tenglar

30. janúar 2010 |

Stefnt að sameiningu ráðuneyta á vorþingi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vongóð um að breytingar á Stjórnarráðinu verði gerðar á vorþingi og samþykkt að sameina sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Kveðið er á um þessar breytingar í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar lýst andstöðu við þessar breytingar. Flokksráð Vinstri grænna samþykkti á fundi nýlega að varhugavert væri að draga úr vægi landbúnaðar og sjávarútvegs innan stjórnsýslunnar.

 

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp á Alþingi í gær og spurði hvað liði undirbúningi að breytingunni og hvatti ríkisstjórnina til að vinna „sem einn maður að þessu máli“.

 

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að enginn bilbugur væri á ríkisstjórninni í þessum efnum en þau sjónarmið hefðu heyrst innan Vinstri grænna, að fara ætti hægar í sakirnar. Ekki stæði til að draga úr vægi atvinnugreina við breytingarnar heldur efla atvinnulífið. Vinna við frumvarp um málið sé langt komin í forsætisráðuneytinu og vonandi verði það að lögum á vorþingi.

 

Sjá einnig:

Sauðfjárbændur vilja frumgreinaráðuneytið áfram

Áform um að leggja niður ráðuneyti fordæmd

Vilja óbreytt ráðuneyti frumgreinanna

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31