Stefnt að sameiningu ráðuneyta á vorþingi
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp á Alþingi í gær og spurði hvað liði undirbúningi að breytingunni og hvatti ríkisstjórnina til að vinna „sem einn maður að þessu máli“.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að enginn bilbugur væri á ríkisstjórninni í þessum efnum en þau sjónarmið hefðu heyrst innan Vinstri grænna, að fara ætti hægar í sakirnar. Ekki stæði til að draga úr vægi atvinnugreina við breytingarnar heldur efla atvinnulífið. Vinna við frumvarp um málið sé langt komin í forsætisráðuneytinu og vonandi verði það að lögum á vorþingi.
Sjá einnig:
Sauðfjárbændur vilja frumgreinaráðuneytið áfram
Áform um að leggja niður ráðuneyti fordæmd
Vilja óbreytt ráðuneyti frumgreinanna